Um Gullkúnst
HÖNNUN OKKAR Á STERKAR RÆTUR Í NÁTTÚRUNNI OG VIÐ TEFLUM SAMAN ÍSLENSKU HRAUNI VIÐ SILFUR OG GULL, STEINA OG RÆKTAÐAR PERLUR. ÞESSAR STERKU ANDSTÆÐUR Í EFNI, ÁFERÐ OG LITUM ERU MJÖG ÁHRIFAMIKLAR.
Gullkúnst Helgu er skartgripaverslun sem hefur verið rekin af Helgu Jónsdóttur gullsmíðameistara og eiginmanni, Hallgrími Tómasi Sveinssyni síðan 1993 á Laugavegi.
Í dag er verslunin við Laugaveg 13 í stóru glæsilegu húsnæði sem áður hýsti Kristján Sigurgeirsson, Habitat og Herragarðinn.
Í Gullkúnst starfa 3 gullsmiðir ásamt starfsstúlkum í verslun.
Ætíð hefur verið lögð áhersla á persónulega þjónustu og auðvelt að fá að tala við fagmann.
Þeir sem hafa ekki tök á að koma í verslunina geta pantað vörur í gegnum netið eða síma.
Bjóðum um á raðgreiðslur í gegnum Valitor og einnig Netgíró.
OPNUNARTÍMI:
Virkir dagar: 10:00 - 18:00
Laugardagar: 11:00 - 16:00
Gullkúnst Helgu from Gullkúnst on Vimeo.